Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Svarfaðardalsá

Svarfaðardalsá

Svarfaðardalsá er 44 km frá Akureyri, 412 km frá Reykjavík. Aðgengi er gott á flesta veiðistaði.


Veiðireglur

Svarfaðardalsá er seld í hálfum dögum. Leyfilegt að taka 3 bleikjur á stöng per vakt.

Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09. Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 20. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.

Allt löglegt agn er leyfilegt

Svæði 1 er frá heitavatnslögn sem liggur yfir ánna og rétt upp fyrir bæinn Skáldalæk.
Svæði 2 nær upp að gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna.
Svæði 3 nær frá gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna og upp að ármótum.
Svæði 4 er Skíðadalsáin niður að ármótum þar sem Svarfaðardalsáin og Skíðadalsáin sameinast.
Svæði 5 er frá ármótum Skíðadalsár og Svarfaðardalsár og inn að Koti.


Veiðihús

Ekki er veiðihús við ánna en góðir gistimöguleikar í nágrenninu:

Húsabakki: husabakki.is husabakki@husabakki.is eða í síma 859-7811
Ferðaþjónustan Skeiði Svarfaðardal sími 466 1636, vefsíða www.thule-tours.com ,md@thule-tours.com
Möðruvellir Skíðadal sími 466 1658, vefsíða www.internet.is/daeli , daeli@islandia.is
Ytri-vík / Kálfskinn sími 466 1982/ 466 1630/ 869 2433, sveinn@sporttours.is ,marino@sporttours.is
Syðri- Hagi sími 466 1961/ 855 1861, sydrihagi@hotmail.com


Annað

Veiðivarsla: Marinó Heiðar Svavarsson, sími 7800049 

Veiðikort fylgir veiðileyfi en má einnig sækja hér


Skilmálar

Skylt er að skrá allan veiddan fisk í veiðibók á Svak.is.Keyrt á vefkerfi dorga.is © 2021.