Jólahittingur SVAK og Veiðiríkisins
Í tilefni jóla og löngu liðins veiðitímabils 2025 efnum við til jólagleði SVAK í samstarfi við Veiðiríkið föstudaginn 5.desember. Jólalegar veitingar í föstu og fljótandi formi í boði SVAK og happahylurinn góði er meðal þess sem er á dagskránni. Það er alltaf gaman þegar stangveiðifólk hittist og veiðisögur s.l sumars munu óma í hverju horni :)
Við hefjum leik kl 19 og verðum að sjálfsögðu í Veiðiríkinu góða
Dagur Óli sem er að verða tíu ára datt heldur betur í lukkupottinn s.l fimmtudag þegar hann var við veiðar á svæði 2 í Hörgá ásamt föður sínum. Við Hlaðnabakka féll þessi boltaurriði fyrir maðknum hans Dags og reyndist þessi flotti fiskur vera 10 pund og 75 sm. Það er ekki oft sem svo stórir urriðar veiðast í Hörgá og samkvæmt rafrænni skráningu í veiðibók SVAK síðustu 16 ár er þetta sá stærsti. Fram að þessu var stærsti skráði urriði úr Hörgá 73 sm og veiddist hann á Þelamerkurbreiðu á svæði 3 2011. Við óskum því unga veiðimanninum Degi Óla innilega til hamingju með fenginn.
Þó Hörgá sé betur þekkt fyrir sjóbleikjuna finnast urriðar bæði staðbundnir og sjógengnir á neðri svæðum árinnar og hafa einnig sótt í sig veðrið á svæðunum í Öxnadalnum.
Veiðidagar í Hörgá koma inná söluvefinn okkar föstudaginn 2.maí um hádegisbil. Við ætlum að gefa félagsmönnum SVAK færi á að kaupa sér daga áður en áin fer í almenna sölu og bjóðum því uppá forsölu í viku eða til 9.maí.
Öll veiðisvæðin í ánni opna sunnudaginn 15.júní.
Verðskrá er sú sama og í fyrra og fá félagsmenn um 20 % afslátt af veiðileyfum. Veiðifyrirkomulag er einnig það sama nema að svæði 4a mun loka 10 september líkt og svæði 4b, 5a og 5b.
Þó kvóti sé áfram sá sami og áður þ.e 3 bleikjur/stöng/vakt biðlum við til veiðimanna að sleppa sem flestum bleikjum í verndunarskyni, sérstaklega þeim sem eru yfir 50 sm. Á svæði 5 b í Öxnadal er áfram sama regla um fluguveiði eingöngu og sleppiskyldu á allri bleikju. Nánar má lesa um Hörgá hér á síðunni undir veiðisvæði.
Með von um gleðilegt veiðisumar