Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
Fréttasafn


Hnýtingakvöld mánudaginn 10.feb
9.2.2025
Minnum á hnýtingakvöldið í Brekkuskóla á morgun mánudag 10.feb kl 19:30. Opið öllum, vönum sem óvönum.
Takið með ykkar græjur eða fáið lánað hjá okkur.
Vanir leiðbeinendur á staðnum.
Léttar veitingar.
Allir velkomnir, líka þeir sem langar bara að sýna sig,sjá aðra og segja nokkrar veiðisögur

Fjarðará í Ólafsfirði í forsölu til félagsmanna
6.2.2025

Ágætu SVAK félagar.

Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna á söluvef SVAK á svak.is sunnudaginn 9.febrúar kl 12 og stendur til sunnudagsins 16.febrúar.

Ef þú ert félagsmaður og hefur stofnað aðgang að sölukerfinu ýtir þú á innskráning og skráir þig inn með netfangi og lykilorði og getur þá nýtt þér söluvefinn. Hafir þú hinsvegar ekki stofnað aðgang ýtir þú á nýskráningu og skráir inn þar til gerðar upplýsingar.
Kveðja
Stjórn SVAK

Hnýtingakvöld framundan
22.1.2025
Hnýtingakvöld 27.jan og 10.feb kl 19:30 í matsal Brekkuskóla
Opið öllum, byrjendum sem lengra komnum. Vanir leiðbeinendur á staðnum.
Taka með sínar eigin græjur eða fá lánað hjá okkur.
Skráning æskileg á svak@svak.is, sérstaklega ef þú þarft að fá lánaðar græjur hjá okkur.
Annars er öllum áhugasömum velkomið að kíkja við í kaffi og spjall. Aðgangur ókeypis.
Sjáumst vonandi sem flest :)

Flugukastæfingar veturinn 2025
7.1.2025
Gleðilegt stangveiðiár 2025 og hafið þökk fyrir það liðna.
Ertu byrjandi í fluguveiði og/eða þarft að æfa þig að kasta fyrir sumarið ? Fékkstu kannski fluguveiðistöng í jólagjöf sem þú þarft að prófa ?
SVAK stendur fyrir flugukastæfingum í íþróttahúsinu á Hrafnagili í vetur eins og undanfarin ár sunnudagana: 23.feb, 16.mars og 30.mars kl 13-15.
Þessar æfingar eru opnar öllum, vönum sem óvönum, ungum sem öldnum, konum sem körlum 🙂
Vanir leiðbeinendur á staðnum. Gott að taka sínar eigin stangir með.
Skráning æskileg á svak@svak.is
Hlökkum til að sjá ykkur

Viltu læra Veiðileiðsögn ?
7.1.2025

Undan farin ár hefur Ferðamálaskóli Íslands boðið upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt nám og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn.  Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra.

Meðal kennsluefnis eru:

  • Undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska. Meðal annars er fjallað um árstíðabundnar göngur fiska, gönguhegðun þeirra í ferskvatni og sjó og samspil þátta er koma við sögu.
  • Farið er yfir þætti er varða umgengni leiðsögumanna við veiðimenn allt frá móttöku þeirra, til veiðanna og annara ráða er varða dvöl í veiðihúsum.
  • Farið verður í tveggja  daga ferð í Eystri Rangá þar sem tekin verður fyrir meðal annars kasttækni með einhendum og tvíhendum.
  • Lögð er áhersla á Skyndihjálp og áfallahjálp þar sem litið er sérstaklega til þátta er tengjast hættum við ár og vötn.
  • Farið er yfir handtök er varða frágang á afla eftir veiði, blóðgun og flökun á fiski. Samhliða verður farið yfir grunnþætti sem varða meðhöndlun fiska með hliðsjón af „veiða og sleppa“ veiðihættinum.

Meðal leiðbeinenda hafa verið:

  • Þröstur Elliðason, fiskeldisfræðingur – Strengir
  • Jóhannes Hinriksson, fyrrverandi rekstrarstjóri – Ytri Rangá
  • Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og veiðileiðsögumaður
  • Björn Rúnarsson, Vatnsdalsá
  • Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur og leiðsögumaður
  • Gunnar Örn Petersen – Landsamband Veiðifélaga
  • Kristinn Helgason, Landsbjörg
  • Sindri Hlíðar, Fish Partner
  • Sigurður Héðinn, Siggi Haugur
  • Sigurkarl Stefánsson, fuglafræðingur
  • Sr. Bragi Skúlason, Landspítala
  • Kristján Friðriksson, Staðarhaldari í Langá á Mýrum, FOS.IS
  • Haraldur Eiríksson Laxá í Kjós – Hítará. 

Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem veiðimenn, leiðsögumenn eða vísindamenn, hver á sínu sviði.  Námið er alls 90 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár.

Vinsamlegast athugið að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til þessa náms. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 898-7765 Friðjón eða með tölvupósti á fs@menntun.is


Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.