Forsölu í Svarfaðardalsá lauk í gærkveldi og er áin því komin í almenna sölu.
Svarfaðardalsá er seld í hálfum dögum. Leyfilegt er að taka 3 bleikjur á stöng per vakt. Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09. Allt löglegt agn er leyfilegt.
Sala veiðileyfa fer að þessu sinni fram á heimasíðu félagsins svak.is. Þar sem um nýtt sölukerfi er að ræða þarftu að skrá þig inní kerfið með því að ýta á nýskráning. Að skráningu lokinni færðu póst á netfangið sem þú gafst upp sem þú þarft að staðfesta. Að því loknu eru þér allir vegir færir til veiðileyfakaupa.
Undirbúningur forsölu Ólafsfjarðarár og Hörgár eru í gangi og mun vonandi hefjast á næstu dögum.