Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
28.3.2023 - Námskeiðið silungur frá A til Ö norður í maí

Silungur frá A - Ö

Þetta skemmtilega  námskeið sem er á fyrirlestraformi gefur áhugaverða innsýn á mörg spennandi sjónarhorn silungsveiða og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.

 

Kennarar eru: Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson (Caddisbræður) og Ólafur Tómas Guðbjartsson (Dagbók urriða).

Námskeiðsdagur 20.maí kl 13-18 í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri 

Almennt verð: 14.900 kr, félagsmenn SVAK 11.000 kr.

Skráning á svak@svak .is með nafni,kennitölu og símanúmeri. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.

 


Námskrá:


Silungar á Íslandi

Hvaðan koma þeir? Tegundir og lífsferli

 

Hvað gera þeir?

Grunnþarfir, hegðun og skyn

 

Hvað borða þeir?

Hegðun skordýra

 

Hvar eru þeir ?

Náttúrulestur, að lesa stöðuvatn, að lesa straumvatn, áhrif árstíma, áhrif dagstíma, skordýr, fuglar, veður.

 

Af hverju veiðum við ?

Hvernig endurvekjum við og nýtum háþróað veiðieðli mannsins.

 

Tæknin/Aðferðir

Hvernig nálgumst við veiðistað, Hvernig fáum við hann til að taka, viðbragðið, af hverju tekur hann ekki ?, baráttan og löndun, meðferð fiska.

 

Lífspekin

Að bera virðingu fyrir náttúrunni, að njóta stundanna við veiði betur, að veiða ein/einn, veiða og borða eða sleppa ?, ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt.

 

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2025.