Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
16.7.2023 - Líflegt í opnun Ólafsfjarðarár

Hefð er fyrir því að stjórn SVAK fari og opni Ólafsfjarðará um miðjan júlí og var engin breyting á því í gær. Benjamín Þorri og Eyþór fóru fyrir hönd stjórnar og veiddu fram að hádegi. Það er skemmst frá því að segja að það var mikið líf í ánni þrátt fyrir norðangarrann og lítið vatn. Strákarnir settu í á þriðja tug bleikja og náðu að landa 18 fiskum. Vonandi er þetta ávísun á gott veiðisumar í bleikjunni.

SVAK bauð í Fjarðará í Ólafsfirði í byrjun árs og er nú eini leigutakinn að ánni. Leyfðar eru 4 stangir í ánni, 2 á hvoru svæði. Lögð er áhersla á hófsemi á bleikjuveiði vegna fækkunar bleikjunnar s.l ár, kvóti hefur verið lækkaður og biðlað til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm. 

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2024.