Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
21.4.2021 - Hraunssvæðin í forsölu

Hraunssvæðin í Laxá í Aðaldal fara í forsölu til félagsmanna SVAK föstudaginn 23.apríl kl 12 og stendur forsalan til 30.apríl.

Hraun er mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og frábært þurrflugusvæði.

Veiðitími er frá 1. júní – 31. ágúst. Svæðið er selt í hálfum dögum. 

Veitt frá kl 7-13 og 16-22 en eftir 5. ágúst frá kl 7-13 og 15-21.

Veitt er á 2 stangir á Efra-Hrauni og 2 stangir á Neðra-Hrauni.

Eingöngu er leyfð fluguveiði 

Kvótinn er 2 fiskar á dag á stöng og skylt er að sleppa öllu yfir 40 cm. 

Öllum laxi skal sleppt aftur án undantekninga.  Særist lax svo honum verði ekki hugað líf ber að koma honum til landeiganda.

Til baka

Keyrt á vefkerfi veidileyfi.is © 2022.