Sælir félagsmenn.
Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna miðvikudaginn 29.mars kl 20 og stendur til og með miðvikudagsins 12.apríl.
Líkt og áður hefur komið fram fór áin í útboð í haust og gerði SVAK tilboð sem var samþykkt af Veiðifélagi Ólafsfjarðar.
Áður var áin í leigu Flugunnar og SVAK. Framboði veiðidaga fjölgar því en þriðjudagar verða áfram hjá bændum.
Veiðitímabilið er eins og áður frá 15.júlí til 20.september.
Óhjákvæmilega þurfum við að hækka verð á veiðileyfum en hækkun var stillt í hóf eins og hægt var og félagsmenn SVAK fá áfram allt að 20 % afslátt.
Kvóti í ánni er 4 bleikjur á stöng á dag.
Leyfilegt agn í ánni er fluga og maðkur og fluga eingöngu þegar kvóta er náð.