Fréttir

01 okt. 2011

Lokadagurinn í Hörgá

Síðasti veiðidagurinn í Hörgá var 29. september og Guðmundur Ármann ákvað að freista gæfunnar seinnipartinn á svæði 4a. Hann veiddi í um þrjár klukkustundir og setti í 10-12 fiska en landaði þremur, einum sjóbirtingi og tveimur bleikjum.

Á breiðunni fyrir neðan brúna yfir í Hörgárdalinn missti hann þrjár bleikjur en landaði birtingnum og einni bleikju. Við grjótgarða þar nokkru neðar var talsvert líf en enginn fiskur náðist á land. Loks reyndi hann breiðu miðsvæðis og þar var mikið af fiski en aðeins einn náðist á land.

Fiskarnir tóku allir Muddler Minnow nr. 10 en áður hafði Guðmundur reynt ýmsar flugur án árangurs, nema hvað ein bleikja stökk á vængjalausa Flæðarmús. Þegar gert var að fiskinum kom úr maga einnar bleikjunnar seiði sem Guðmundi sýndist vera bleikjuseiði.

Birt með góðfúslegu leyfi Flugufrétta, sjá www.flugur.is.

-rhr


Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
9.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
9.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
9.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1