Fréttir

09 okt. 2009

Aflatölur af landinu

Nú er veiði að verða lokið í flestum ám landins á þessu ári. Eins og lengst af veiðisumrinu er Ytri Rangá á toppnum og verður spennandi að sjá hvort hún fari yfir 11.000 laxa. Veitt er í ánni til 20.október og því ágætis lýkur á að það náist. Norðurlandið var frábært í ár! Þar féllu nokkur met og aðrar ár voru nærri met veiði.
Í Miðfjarðará og Blöndu voru slegin met sem fróðlekt verður að sjá hvort hægt verði að skáka á komandi árum. Krefjandi verkefni það fyrir okkur veiðimenn. Víðdalsá var frábær í sumar sem og Laxá á Ásum sem er með flesta veidda laxa per stöng. Af vesturlandinu er það að frétta að ár eins og Norðurá, Þverá + Kjarrá og Grímsá hafa oft gefið betur og má þar eflaust helst um kenna gríðarlegum þurkum á þessu svæði í sumar.

Í töflunni hér að neðan má finna tölur úr 50 aflahæstu laxveiðiánum sumarið 2009.


Veitivatn Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2008
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 30. 9. 2009 9816 20 14315
Miðfjarðará 30. 9. 2009 Lokatölur 4004 10 1736
Eystri-Rangá 30. 9. 2009 3989 18 7013
Blanda 16. 9. 2009 Lokatölur 2413 12 986
Norðurá 16. 9. 2009 Lokatölur 2408 14 3307
Þverá + Kjarará 16. 9. 2009 Lokatölur 2371 14 2865
Langá 28. 9. 2009 Lokatölur 2254 10 2970
Víðidalsá 30. 9. 2009 Lokatölur 2019 8 1440
Selá í Vopnafirði 23. 9. 2009 Lokatölur 1993 8 2025
Haffjarðará 16. 9. 2009 Lokatölur 1622 6 2010
Laxá í Dölum 30. 9. 2009 Lokatölur 1430 6 1899
Laxá í Kjós 27. 9. 2009 Lokatölur 1404 10 1530
Vatnsdalsá í Húnaþingi 30. 9. 2009 1395 7 1233
Grímsá og Tunguá 29. 9. 2009 Lokatölur 1339 8 2225
Laxá í Leirársveit 30. 9. 2009 Lokatölur 1230 6 1594
Tungufljót í Árnessýslu. 24. 9. 2009 1176 6 2854
Hofsá í Vopnafirði 23. 9. 2009 Lokatölur 1143 7 1226
Laxá á Ásum 9. 9. 2009 Lokatölur 1142 2 503
Laxá í Aðaldal 23. 9. 2009 Lokatölur 1117 19 1226
Haukadalsá 30. 9. 2009 Lokatölur 1107 5 1021
Skógá 1. 10. 2009 910 4 1537
Elliðaárnar. 9. 9. 2009 Lokatölur 880 6 1457
Leirvogsá 30. 9. 2009 Lokatölur 877 2 1173
Hítará 30. 9. 2009 Lokatölur 824 6 1298
Breiðdalsá 30. 9. 2009 Lokatölur 782 6 910
Flókadalsá, Borgarf. 29. 9. 2009 Lokatölur 744 3 768
Andakílsá, Lax. 30. 9. 2009 Lokatölur 706 2 839
Hrútafjarðará og Síká 30. 9. 2009 Lokatölur 647 3 402
Stóra-Laxá 30. 9. 2009 Lokatölur 637 10 Lokatölur vantar
Búðardalsá 21. 9. 2009 632 2 674
Laugardalsá 1. 9. 2009 Lokatölur 501 3 415
Fljótaá 23. 9. 2009 Lokatölur 466 4 84
Svartá í Húnavatnssýslu 23. 9. 2009 Lokatölur 428 3 271
Fnjóská 30. 9. 2009 Lokatölur 413 8 501
Fáskrúð í Dölum. 16. 9. 2009 410 2 432
Kerlingardalsá, Vatnsá 1. 10. 2009 380 2 992
Langadalsá 30. 9. 2009 Lokatölur 363 4 369
Straumarnir (Í Hvítá) 1. 10. 2009 Lokatölur 360 2 Lokatölur vantar
Straumfjarðará 16. 9. 2009 Lokatölur 350 3 718
Gljúfurá í Borgarfirði 30. 9. 2009 Lokatölur 323 3 315
Sog - Bíldsfell. 6. 10. 2009 Lokatölur 264 3 Lokatölur vantar
Krossá á Skarðsströnd. 24. 9. 2009 Lokatölur 254 2 346
Sog - Ásgarður. 6. 10. 2009 Lokatölur 247 3 Lokatölur vantar
Hvannadalsá við Djúp. 27. 8. 2009 212 3 304
Hvolsá og Staðarhólsá 10. 9. 2009 176 4 368
Brynjudalsá 29. 9. 2009 165 2 325
Miðá 12. 8. 2009 152   387
Sog - Syðri Brú. 6. 10. 2009 Lokatölur 141 1 Lokatölur vantar
Hallá 24. 8. 2009 140 2 Lokatölur vantar
Laxá í Nesjum 23. 9. 2009 115 2 162


Mynd frá Selá í Vopnafirði.
Tafla tekin af angling.is

JÁG


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.