Fréttir

28 ágú. 2009

Nýjar aflatölur

Eins og sjá má í töflunni hér að neðan þá heldur Ytri Rangá efsta sætinu yfir aflahæstu ár landsins það sem af er sumri. Það er ekki að sjá að nein á komi til með að ógna Ytri Rangá í baráttunni um fyrsta sætið þetta árið.
Árnar á norðurlandi eru margar að standa sig vel, má þar nefna Miðfjarðará sem er í öðru sæti, Blöndu sem er í fjórða sæti og síðast en ekki síst Laxá á Ásum sem aflahæsta áin á landinu miðað við stangarfjölda. Laxá í Aðaldal virðist vera að vakna eftir nokkur mögur ár og útlit fyrir að hún fari yfir 1000 laxa þetta sumarið.
Norðurá virðast hafa komist eitthvað af stað eftir rigningar í vikunni sem leið.

Samkvæmt upplýsinum frá leiðsögumanni í Langá á Mýrum er áin full af fiski en það hefur gengið brösulega að fá hann til að taka. Þaraleginn lax er að ganga inn í ánna þessa dagana og því virðist sem eðlishvötin hafi tekið yfir skynsemi laxanna sem ekki hafa þolinmæði til að bíða mikið lengur eftir góðri dembu á Mýrum.  Þetta segir okkur það að lax hefur beðið í margar vikur í sjónum við ósa Langár eftir því að vatnsborð árinnar hækki. Hressileg rigning á þessum slóðum ætti því að skila vatni í ánna og þar með miklum kipp í veiðina.

Í töflunni hér að neðan má sjá 35 aflahæstu árnar það sem af er sumri.

Veitivatn Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2008
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 26. 8. 2009 5453 20 14315
Miðfjarðará 26. 8. 2009 2784 10 1736
Eystri-Rangá 26. 8. 2009 2777 18 7013
Blanda 26. 8. 2009 2268 12 986
Þverá + Kjarará 26. 8. 2009 2163 14 2865
Norðurá 26. 8. 2009 2155 14 3307
Selá í Vopnafirði 26. 8. 2009 1618 8 2025
Langá 26. 8. 2009 1530 10 2970
Víðidalsá 26. 8. 2009 1500 8 1440
Haffjarðará 26. 8. 2009 1375 6 2010
Laxá á Ásum 26. 8. 2009 1003 2 503
Vatnsdalsá í Húnaþingi 26. 8. 2009 987 7 1233
Grímsá og Tunguá 26. 8. 2009 965 10 2225
Laxá í Kjós 26. 8. 2009 918 10 1530
Laxá í Dölum 26. 8. 2009 886 6 1899
Elliðaárnar. 26. 8. 2009 836 6 1457
Laxá í Aðaldal 26. 8. 2009 818 19 1226
Hofsá í Vopnafirði 26. 8. 2009 795 7 1226
Haukadalsá 26. 8. 2009 777 5 1021
Laxá í Leirársveit 26. 8. 2009 683 6 1594
Tungufljót í Árnessýslu. 25. 8. 2009 596 6 2854
Flókadalsá, Borgarf. 26. 8. 2009 572 3 768
Búðardalsá 26. 8. 2009 532 2 674
Hrútafjarðará og Síká 26. 8. 2009 482 3 402
Leirvogsá 6. 8. 2009 480 2 1173
Laugardalsá 25. 8. 2009 464 3 415
Breiðdalsá 26. 8. 2009 431 6 910
Skógá 27. 8. 2009 400 4 1537
Andakílsá, Lax. 20. 8. 2009 371 2 839
Fljótaá 26. 8. 2009 352 4 84
Fnjóská 26. 8. 2009 311 8 501
Straumfjarðará 26. 8. 2009 295 3 718
Svartá í Húnavatnssýslu 26. 8. 2009 290 3 271
Langadalsá 28. 8. 2009 248 4 369
Hvannadalsá við Djúp. 27. 8. 2009 212 3 304

Tafla tekin af angling.is

Myndin er úr Þverá/Kjarrá.
Mynd tekin af spordur.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.