21 ágú. 2009
Nýjustu aflatölur
Þá eru nýjustu aflatölur komnar í hús. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá eru Rangárnar að vakna til lífsins þó svo að báðar árnar eigi töluvert langt í land með að ná aflatölum síðasta árs. Ytri Rangá trónir sem fyrr á toppnum með rúmlega 4500 veidda laxa. Miðfjarðará hefur nú þegar toppað síðasta ár og er komin í annað sætið yfir aflahæstu árnar það sem af er sumri.
Það er greinilegt að úrkomuleysið á suðvestanverðu landinu hefur haft sín áhrif á veiðina í sumar. Ár eins og Langá, Norðurá, Grímsá og laxá í Kjós eiga langt í land með að ná aflatölum síðasta árs. Norðurlandið er aftur á móti á blússandi siglingu þar sem ár eins og Miðfjarðará og Blanda hafa nú þegar farið vel yfir veiði síðasta árs. Blanda er komin vel yfir 2000 laxana og spilar þar m.a. inní að áin er ekki enn komin á yfirfall þrátt fyrir að langt sé liðið á ágúst.
Laxá á Ásum er aftur komin í gang og trónir á toppnum yfir veidda laxa per stöng það sem af er sumri (byggt á óvísindalegri rannsókn greinarhöfundar)
Tafla tekin af angling.is
JÁG
Til baka