Fréttir

19 ágú. 2009

Ármótin í Borgarfirði gjöful að vanda

Frá Vötn og veiði:
...."Eins og vant er í þurrkasumrum þá hafa vatnamót bergvatnsáa Borgarfjarðar við Hvítá verið mjög gjöful enda liggur þá fiskur lengur í skilunum og er tökuglaður. Þetta á einkum við um Svarthöfða, Strauma og Brennu, auk þess sem Skuggi á það til að gefa góð skot. Staðurinn er þó lakari en hinir þrír fyrrnefndu.
Við heyrðum í manni sl sunnudag sem var nýkominn af Svarthöfða. Að vísu veiddi hans holl ekki sérlega mikið, einungis nokkra sjóbirtinga, en hann sagði okkur að á fjórða hundrað laxar væru komnir í bók. Það er með meira móti, en þar er mest um lax úr Flóku og Reykjadalsá sem eiga þar sameiginlegan ós.

Þá hafa fengist þær upplýsingar hjá SVFR að um 340 laxar hafi verið veiddir í Straumunum og góður slatti af sjóbirtingi að auki. Síðsumars er mest af honum 1-2 pund, en snemma í sumar kom þar óvænt ganga af mun vænni fiski, allt að 7 punda fiskum ef við munum rétt. SVFR-ingar segja að enn veiðist í Straumum, en reikna megi með því að um aflahrotur verði þar vart að ræða héðan af

Úr Brennu höfum við ekki nýjar tölur, en við höfum heyrt nóg af fréttum af flottum hollum þar til að álykta að svæðið sé á líkum nótum og hin tvö. Þau haldast jafnan í hendur í veiði svæðin þrjú, enda byggir aflasæld þeirra allra á sömu forsendum. Og öll eru þau gjöful á sjóbirting í bland við laxinn

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.