Fréttir

19 ágú. 2009

Eitthvað lítið af birtingi?

Við heyrðum það nýverið að sjóbirtingsveiði á Hólmasvæðinu svokallaða í Skaftá hefði verið með lakasta móti á besta tímanum þar í seinni hluta júlí og fram í ágúst. Bara örfáir fiskar skráðir í bók og aðeins einn stórfiskur, 13 punda stykki.
Það sem við heyrðum var komið frá þriðja aðila, maður þekkti mann sem hafði verið í Hólmunum. Viðkomandi hafði sagt að aðeins 9 fiskar hefðu verið skráðir í bók og hópur viðkomandi hefði fengið aðeins fjóra fiska og voru það allt fremur smáir geldfiskar. Af hinum skráðu voru flestir af sama meiði, utan að einn var verulega vænn, eða 13 punda.

Yfirleitt fer veiði fyrst í gang á Hólmasvæðinu, sem oft er einnig nefnt Mávabótarálar, en síðan þokast veiðin upp í Vatnamótin svokölluðu.

Þar næst rennur fiskurinn upp í bergvötnin, Geirlandsá, Fossála og Hörgsá, eða gengur yfir að vesturlandinu til að skríða inn í Tungulæk, en þangað fer jafnan álitlegur flokkur af fiski.

Nokkuð er síðan að við fréttum af fyrstu sjóbirtingunum á þessum slóðum, fregnir bárust af fiskum úr Eldvatnsbotnum, Eldvatni, Tungufljóti, Tungulæk og Geirlandsá, en sá tími er enn ekki runninn upp að eitthvert magn eigi að vera komið í þær, aðeins þ.e.a.s. á viðkomandi Hólmasvæði og síðan Vatna,ótum. Munum við reyna að afla frétta af Vatnsmótunum fljótlega og fá botn í hvort að fiskur er á ferðinni eða ekki.Kannski eru menn bara latir að bóka í Hólmunum.

Skaftfellskur birtingur. Mynd gg.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.