Fréttir

18 ágú. 2009

Gengur prýðilega í Þistilfirðinum

Það hefur verið fínasta veiði í Þistilfjarðaránum í sumar og göngur bæði smálaxa og stærri laxa góðar. Að stefnir í fínar lokatölur á þessum slóðum. Að sögn Lárusar Gunnsteinssonar hjá Lax ehf sem hefur með báðar árnar að gera voru nýverið komnir 330 laxar á land úr Hafralónsá og úr Svalbarðsá voru komnir 253 laxar.

Hafralónsá er lengri og er hún veidd með allt að 6 stöngum á meðan Svalbarðsá er veidd með 2-3 stöngum. Veiði hefur gengið vel að undanförnu, „nokkrir á dag“ er lýsingin á veiðinni og veður og skilyrði hafa verið góð. Ekki höfum við tölu úr Sandá, en heyrðum nýlega í veiðimanni sem var þar við veiðar. Hollið veiddi vel, eina 60 laxa og var aflinn blandaður, bæði smálax og stærri fiskur. Þá höfum við heyrt af skotum úr Hölkná af og til, en það er fremur erfitt að fá fréttir úr henni.

Mynd frá Lax ehf. Það er víða hrikalegt landslag við Hafralónsá.

Tekið af votnogveidi.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.