Fréttir

17 ágú. 2009

108 cm hrygna úr Breiðdalsá

Það er skammt stórra höggva á milli í Breiðdalsá þessa dagana. Í gær veiddist 97 cm hængur sem var áætlaður á milli 9-10kg líkt og kvarðinn segir til um miðað við lengd laxa og það var ekki fyrr en í dag sem hann var tekinn úr klakkistu og viktaður nákvæmlega.
Þá kom í ljós að hann var nákvæmlega 10.4 kg og svakalega sver, 53 cm í ummáli, og meðfylgjandi er mynd af Heimir S. Karlsson leiðsögumanni með tröllið. Veiðimaðurinn er enskur, John Wreyford sem veitt hefur þá marga stóra í Breiðdalsá en þetta er þó hans stærsti þar. Tók viðureignin um 20 min enda Bretarnir með stórar tvíhendur og sterka tauma og vel klárir í þá stóru í ánni af gamalli reynslu, en þetta er sjöunda árið sem þeir eru með þessa viku í ánni. Veiðistaðurinn var Krókastrengur og flugan var Collie Dog tommu túpa.

Annar veiðimaður sem heitir Roger Head gerði en betur í dag og eftir hörkuviðureign við stórlax í Sveinshyl á 15 feta stöngina sína náði hann að landa hrygnu sem hann mældi 108 cm áður en hann sleppti henni! Samkvæmt kvarðanum er það um 25 punda lax, en risahrygnurnar hérna í Breiðdal hafa sprengt alla kvarða og miðað við það og lýsingu veiðimans var hún mun stærri og skráð var hún því 27 pund í veiðibók. Kanski má velta vöngum yfir því að hún hafi verið nær 30 pundum en ómögulegt er um það segja. Tók hún Svarta Frances keilu tommustærð og þríkrækjurnar voru farnar að bogna eftir átökin, en veiðimenn verða að halda laxi þarna frá því að fara undir brúna og niður í þennan gríðardjúpa hyl þar fyrir neðan og verður að taka fast á laxi til að forða því.

Tekið af strengir.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.