Fréttir

08 ágú. 2009

Veiða og sleppa

Þeim veiðimönnum fer fjölgandi sem sleppa stangveiddum fisk. Árið 1996 var um 2,3% laxveiðinnar sleppt aftur, en árið 2003 var þetta hlutfall komið upp í 15,7% að meðaltali, samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun en þetta hlutfall er mjög breytilegt í ánum. Það er mikilvægt að það sé gert rétt á öllum stigum. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að bera sig að.
Veiðarfæri

Nota agnhalds-lausa króka eða klemma niður agnhöld,

Nota fremur smáa króka/öngla.

Forðast að nota þríkrækjur, þær geta valdið óþarfa skaða á fisk.
Ekki nota ryðfría króka. Nota góð veiðarfæri sem tryggja fljótalöndun á fisk
forðast að ofþreyta fisk að óþörfu.

MeðhöndlunDæmi um ranga meðhöndlun.

Ávallt reyna að forðast að taka fisk úr vatni. Ef taka á mynd, þá á að reyna að gera það eins fljótt og mögulegt er.

Hafa í huga að nýgenginn fiskur er viðkvæmari en leginn og því ber að meðhöndla hann samkvæmt því.
Forðast að reyna að vigta fisk, mæla fremur fisk með lengdarstiku, auðvelt er að áætla þyngd út frá lengd.
Forðast að nota hanska eða önnur efni til að ná góðu gripi á fisk.

Forðast að nota búnað til að halda fisk, slíkt getur skaðað hann.

Forðast að láta fisk berjast um við botn. Ekki taka fisk upp á sporðinum.

Ef einhverja hluta vegna þarf að taka fisk og flytja, þá er ráðlegast að halda um styrtlu með annari hendinni og undir kvið fisksins með hinni.Fiski sleppt á réttan hátt

Tekið af angling.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.