Fréttir

06 ágú. 2009

Leyndadómurinn í skagafirði, Hofsá!

Ég var eitthvað að vandræðast um verslunarmannahelgina hvert ætti að fara þar sem ég lenti í tvíbókun í Grafará og fékk ekki nema einn dag frá hádegi á sunnudag til hádegis á mánudag. Hofsá í Skagafirði hafði mér ekki dottið í hug fyrr en mér var bent á að þetta væri eitthvað sem vert væri að skoða svo ég ákvað að kíkja við á sunnudagsmorguninn áður en ég færi í Grafará.

Ég var kominn inn að Runukvísl sem er tæri hlutinn á Hofsá rétt um tíu leitið og var ekki með miklar væntingar þar sem ég vissi mest lítið um þessa á og ekki heyrt af mikilli veiði.
Það byrjaði rólega og eftir fyrstu tvo veiðistaðina hafði ég ekkert orðið var. Ég var aðeins byrjaður að blóta fiskleysi í huganum en um leið hugsaði ég hvað umhverfið þarna væri stórfenglegt.
Síðan er smá gangur upp að næsta stað og ég stoppaði reglulega og horfði í kringum mig og dáðist af náttúrufegurðinni.
Þegar ég svo kom að veiðistaðnum tók bleikja um leið og flugan lennti á vatninu, falleg sjóbleikja um hálft kíló af þyngd. Eftir það hófst tímabilbil þar sem ég setti í slatta af bleikjum, sumar sem vildu á land aðrar sem ég annaðhvort missti eftir smá tíma eða rétt náði að reisa án þess að festast á. Þetta endaði með 5 bleikjum á land úr þessum eina hyl.
Þá ákvað ég að halda áfram upp með ánni ekki vegna þess að það hafði róast heldur vegna þess að ég var að koma þarna í fyrsta skipti og langaði að sjá sem mest af ánni.
Í næsta hyl fyrir ofan var það sama sagan, stanslaus taka og þar komu fjórar á land. Tvær af þeim voru særðar sennilega eftir net en það eru myndir í albúminu hér yfir Hofsá.
Eftir þetta ákvað ég að labba upp með ánni til að skoða mig um þar sem ég ætlaði að vera kominn í Grafará uppúr eitt.
Ég labbaði ansi langt en samt ekki alveg upp að fossi en alla leiðina voru gríðalega fallegir hylir sem renna meðfram klettunum í gilinu.
Á leiðinni niðureftir stoppaði ég við sama hylinn og ég fékk fyrstu bleikjurnar í og náði þar einni í viðbót áður en ég hélt niður að bíl.
Á heimleiðinni stóðst ég ekki mátið að prufa að veiða í Hofsánni þar sem hún er lituð.
Ég stoppaði við fallegan stað sem sést frá veginum þar sem brýtur fallega á bergi og myndar mjög lítinn foss eða flúðir. Þar fyrir neðan hafði bleikjan bunkast og það var fiskur út um allt að hvíla sig fyrir frekari stríð við strauminn á leiðinni upp í kvísl.
Um leið og tökuvarinn lenti byrjuðu þær að hamast í honum svo ég tók hann af og setti undir eigin útgáfu af gulltoppnum (Með vaskakeðju) hans Sveins þórs og þá byrjaði stuðið. Þær voru stanslaust í flugunni og ég var búinn að landa fimm bleikjum úr þeim hyl þegar ég ákvað að halda yfir í Grafará.
Í Grafaránni var hinsvegar ekki neitt líf ég fékk eina smáa bleikju ofarlega í ánni og var ég bara heldur svekktur með sjálfan mig að hafa ekki bara klárað daginn í Hofsá sem er ein fallegasta og skemmtilegasta sjóbleikjuá sem ég hef veitt í þarsem fiskurinn er í flottri stærð og engar sardínur.


Eini mínusinn í ferðinni var þegar mér tókst að krækja í puttan á mér með agnhaldið á kaf. (mjög sárt að losa hana úr)

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.