Fréttir

04 ágú. 2009

Maríulax frá Snæfoksstöðum

Snæfoksstaðir í Hvítá er eitt af þeim svæðum í ánni þar sem stangaveiði er stunduð, en yfirleitt er Hvítá bendluð við netaveiði og það á frekar neikvæðan máta eins og dæmin hafa sannað. En Snæfoksstaðasvæðið hefur gefið mörgum góðan afla eins og dæminm sanna...
Mynd: Ingunn María í banastuði með Maríulaxinn sinn....Gulli G með átta pundarann sinn....

Við fengum sem sagt enn eitt skeytið frá lesanda og megi fleiri taka það sér til fyrirmyndar til að bæta vefinn. Viðkomandi heitir „Gulli G“ og það var ekki nóg meða ð hann fengi bæði lax og huggulegan birting, heldur landaði konan hans Maríulaxi sínum. Hér er skeytið frá Gulla, og kæru lesendur, endilega sendið okkur efni! „Hérna koma myndir úr veiðiferð í Hvítá við Snæfoksstaði, Ingunn María konan mín veiddi sinn fyrsta lax, 5.2 pund, og ég fékk einn urriða, 2 pund, og einn lax 8 pund, skemmtileg á og fallegur staður.“

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.