Fréttir

30 júl. 2009

Nýjustu aflatölur

Nú er Ytri Rangá komin framúr Norðurá hvað varðar aflahæstu árnar það sem af er sumri. Það þarf stórslys til að Ytri Rangá tapi toppsætinu þetta sumarið að mati undirritaðs.
Nú er stóra spurningin hvort áin nái aftur yfir 14 þúsund laxa múrinn líkt og hún gerði metsumarið í fyrra.

Athygli vekur hvað Blanda er sterk í ár þar sem hún er nú þegar komin langt yfir aflatölur síðasta árs. Staðan á Blöndulóni er í sögulegu lágmarki og því lítil hætta á yfirfalli á næstu vikum, því má fastlega gera ráð fyrir því að Blanda fari vel yfir 2000 laxana þetta sumarið.

Í töflunni hér að neðan má sjá aflatölur úr 35 aflahæstu laxveiðiánum það sem af er sumri.


  Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2008
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 29. 7. 2009 1702 18 14315
Norðurá 29. 7. 2009 1506 14 3307
Blanda 29. 7. 2009 1439 12 986
Þverá + Kjarará 29. 7. 2009 1115 14 2865
Miðfjarðará 29. 7. 2009 1044 10 1736
Langá 29. 7. 2009 901 10 2970
Haffjarðará 29. 7. 2009 870 6 2010
Eystri-Rangá 29. 7. 2009 795 18 7013
Víðidalsá 29. 7. 2009 730 8 1440
Grímsá og Tunguá 29. 7. 2009 621 10 2225
Selá í Vopnafirði 22. 7. 2009 608 6 2025
Vatnsdalsá í Húnaþingi 29. 7. 2009 506 8 1233
Laxá í Kjós 29. 7. 2009 465 10 1530
Laxá á Ásum 29. 7. 2009 464 2 503
Elliðaárnar. 22. 7. 2009 410 6 1457
Flókadalsá, Borgarf. 29. 7. 2009 383 3 768
Hofsá í Vopnafirði 29. 7. 2009 368 7 1226
Laxá í Leirársveit 29. 7. 2009 336 6 1594
Laxá í Aðaldal 29. 7. 2009 336 19 1226
Haukadalsá 22. 7. 2009 260 5 1021
Laxá í Dölum 29. 7. 2009 245 6 1899
Hrútafjarðará og Síká 29. 7. 2009 202 3 402
Breiðdalsá 29. 7. 2009 188 6 910
Straumfjarðará 29. 7. 2009 185 3 718
Laugardalsá 21. 7. 2009 180 3 415
Fnjóská 29. 7. 2009 149 8 501
Fljótaá 29. 7. 2009 147 4 84
Tungufljót í Árnessýslu. 21. 7. 2009 130 4 2854
Andakílsá, Lax. 15. 7. 2009 91   839
Gljúfurá í Borgarfirði 15. 7. 2009 84   315
Leirvogsá 8. 7. 2009 74 2 1173
Hvannadalsá við Djúp. 21. 7. 2009 63 3 304
Skógá 28. 7. 2009 60 4 1537
Langadalsá 21. 7. 2009 51 4 369
Svartá í Húnavatnssýslu 30. 7. 2009 48 3 271

Tafla tekin af angling.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.