Fréttir

29 júl. 2009

Tröll úr Grjótá í morgun

Prýðisveiði hefur verið í Hítará það sem af er sumri og í morgun veiddist þar þessi mikli hængur sem myndin sýnir. Hann veiddist reyndar ekki á aðalsvæðinu heldur í Grjótá á svæðinu Hítará 2.
Laxinn veiddi Þórir Örn Ólafsson og var veiðistaðurinn svokölluð Fossbrún, númer 27. Þetta var 98 cm hængur, 19 punda. Glæsilegur fiskur, ekki spurning. Þetta mun vera stærsti laxinn úr Hítará það sem af er sumri.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.