Fréttir

28 júl. 2009

Ármenn rótfiska í Veiðivötnum

Eiríkur Indriði #737 sendi okkur eftirfarandi nótu um Veiðivatnaferð: "Félagar #695 og #696 voru við veiðar í Veiðivötnum um síðustu helgi í opnuninni, eins og undanfarin 8 ár.
Veðrið var nokkuð gott, allt frá roki í hálfskýjað og andvara. Í Litlasjó lentu þeir í ævintýrum, sá stóri sleit og annar vænn tók á “strigaskónum” stutt frá landi.

Nobblerinn gaf vel í Stóra Fossvatni, á Síldarplaninu svokallaða, 8 urriðar 1-2,5 pund létu glepjast. Nyrsta Hraunvatn gaf þeim félögum vænsta fiskinn í ferðinni 9,7 pund eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Veiðivötn eru staður sem maður verður að koma á a.m.k. einu sinni á ári."

Veiðimaðurinn á myndinni er Alfreð Halldórsson #695.

Tekið af Ármenn

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.