Þótt nú séu aðeins 25 aflahæstu árnar teknar inn á listann, þá höldum við enn sérstaklega utanum gömlu viðmiðunarárnar. Við samanburð milli ára kemur í ljós að þetta árið er veiði þar komin upp í 10.970 laxa. Í fyrra, þann 23. júlí var sambærileg tala 13.705 laxar. Árið 2007, þann 25. júli aðeins 5.388, en 26. júlí 2006 voru þeir 11.121. Útlitið má því heita allgott ef svo heldur fram sem horfir.
Tekið af angling.is
SRB