Fréttir

15 júl. 2009

Rólegt í Hörðudalnum

Það eru rólegheit í Hörðudalsá í Dölum, einn úr VoV hópnum var að ljúka þar veiðum á laugardaginn og sagði lítið af fiski gengið í ána. Auk þess voru skilyrði erfið, sól og mjög heitt í veðri.
“Þetta var gaman, en það er samt ekki mikið að gerast þarna enn þá. Veiðin þar hófst 1. júlí og á hádegi á laugardaginn voru komnar 14 bleikjur og 1 lax upp úr ánni. Þar af veiddum við fimm bleikjur.Tekist á við lax í Hörðudalsá, en hann slapp þessi. Mynd Jón Eyfjörð.
Tekist á við lax í Hörðudalsá, en hann slapp þessi. Mynd Jón Eyfjörð.


Við settum líka í tvo laxa, en þeir sluppu báðir. Annar sleit. Manni hefnist stundum fyrir að vera með granna tauma útaf silunginum. Lítið var gengið af bleikju og var hana helst að finna á neðstu þremur veiðistöðunum. Veður var ómögulegt til veiða, 18 - 20 stiga hiti og steikjandi sólskin,“ sagði Jón Eyfjörð um reynslu sína af Hörðudalsá.

Jón nefndi það einnig að bleikjurnar sem þeir félagar veiddu hefðu ekkiverið nýgengnar heldur nokkurra daga gamlar í ánni. Ekki sáu þeir nýrenninga þrátt fyrir að stórstreymt væri þessa umræddu daga.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA
 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.