Fréttir

03 júl. 2009

Laxar á land bæði í Breiðdalsá og á Jöklusvæðinu!

Loks lukkaðist „öldungunum“ að landa löxum í dag í Breiðdalnum, settu í þrjá laxa og lönduðu tveimur.

 


Eiður Ragnarsson laxabóndi og Guðmundur veiðivörður með laxinn sem veiddist í dag á bökkum Laxár.

Fyrst upp í Tinnu í Bryggjuhyl þar sem 70 cm hrygnu var sleppt og stuttu síðar var sett í lax í Skammadalsbreiðu sem var einnig hrygna og aðeins stærri, 72 cm og lúsug, svo þeir eru allavega búin að brjóta ísinn loksins.

Á Jöklusvæðinu fór veiðivörðurinn Guðmundur Ólason að athuga hvort lax væri mættur á svæðið og fljótlega tók 7 punda hængur maðkinn hjá honum í fossinum efst í Laxá í Jöklulsárhlíð, svo hann er strax mættur þar líka! Var einnig vart við lax aðeins neðar í Jöklu sjálfri neðan við ármót Fossár sem er neðar í hlíðinni. Aldrei hefur veiðst lax svo snemma á svæðinu enda eru nýjir tímar þar núna með öflugum seiðasleppingum og miklar væntingar til þeirra.

Mynd 1: Aldrei hefur verið reynt að veiða af bátum í Breiðdalsá fyrr en núna í opnun, þessi mynd er tekin á Skammadalsbreiðu en þar kom einmitt lax á land í dag.

Tekið af streng.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.