Fréttir

01 júl. 2009

Þrusuopnun í Gljúfurá

Búið var að landa fimm löxum eftir tvær fyrstu klukkustundir vertíðarinnar í Gljúfurá í Borgarfirði, en veiði í henna hófst í morgun, fimm dögum sienna en venjulega. Lax er um alla ána og fékkst m.a. lúsugur lax í fossgilinu efst í ánni.

Stefán Hallur Jónsson, árnefdarmaður, sagði í samtali við VoV að það væri búið að vera gríðarlega líflegt. “Ég er alveg rosakátur. Við pabbi forum upp í fossgilið upp á sjensinn og þegar við komum að brúnni yfir vaðið fram að Langavatni blasti við okkur sjón sem við áttum ekki von á. Átta laxar lágu á brotinu. Þar hef ég aldrei áður séð lax. Nema hvað ég renndi maðki á þá og það bara ærðist hjörðin og þeir komu allir æðandi á móti maðkinum í einu. Setti strax í lax en missti, landaði síðan einum og missti síðan tvo. Eftir þetta fórum við upp í gil og lönduðum strax einum í neðsta fossinum, lúsugum fiski, og sáum tvo sem tóku ekki í næsta pytti fyrir ofan. Á sama tíma fengu félagar okkar þrjá í þremur fyrstu köstunum í Kerinu,” sagði Stefán Hallur sem var einmitt í fossgilinu er samtalið átti sér stað. Sagði hann að þeir myndu grandskoða alla pytti í gilinu og reyna síðan aftur við bílvaðið á bakaleiðinni.

Þetta er mögnuð opnun í Gljúfurá og vatnsmagn er enn gott og tuttugu stiga hiti alla daga að undanförnu. Hér er komið nýjasta dæmið um vitrænuna við að færa aftur veiðitíma. Hvað eftir annað í gegnum árin hafa menn verið að flengja laxlitla ána frá 20.júní.

Mynd: Kerið í Gljúfurá. Þarna tóku þeir þrjá í þremur fyrstu köstunum í morgun. Mynd af vef SVFR.

Tekið af votnogvedi.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
10.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
10.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
10.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2