Fréttir

26 jún. 2009

Fimm boltafiskar á land í Víðidalnum

Víðidalsáin opnaði nokkuð líflega en á fyrstu vaktinni komu fjórir laxar á land. Reyndust þetta allt saman vera boltafiskar en sá minnsti var um 6 kg. 
Talsvert mikill fiskur er í ánni miðað við árstíma en laxar sáust á öllum svæðum og voru menn að reisa þá víða. Klukkan níu í morgun heyrðum við í veiðimanni sem var búinn að bæta við einum laxi til viðbótar svo í þessum töluðu eru komnir fimm laxar á land í það minnsta og önnur vaktin varla hafin.
Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.