06 jún. 2009
Teriyaki Klaustursbleikja með sætri chilisósu og feta-naan
Frábær, léttur og næringarríkur réttur sem auðvelt er að gera.
Klausturbleikjan er alveg einstaklega gott íslenskt hráefni sem er í miklu eftirlæti hjá mér.
Njótið vel!
Teriyaki Klaustursbleikja með sætri chilisósu og feta-naan
800 g Klaustursbleikjuflök
1 flaska Thai choice Teriyaki sósa
2 tsk engifer, rifið
2 hvítlauksrif, pressuð
1 grænt chili-aldin
½-1 ferskt sítrónugras, saxað
handfylli kóríander, saxað
1 msk sesamfræ
álpappír
Setjið bleikjuflök í glæran plastpoka, hellið teriyaki sósunni ofan í pokann ásamt engiferinu, hvítlauknum, chili-aldini og sítrónugrasinu. Lokið fyrir pokann og látið standa við stofuhita í 40 mínútur. Setjið hvert flak fyrir sig á álpappír, látið roðið snúa niður, og hellið 1-2 msk af maríneringunni yfir. Lokið álpappírnum, gætið þess að hann sé ekki þétt upp við flakið. Grillið bleikjuna með roðhliðina niður í 7 mínútur á heitu grilli. Opnið álpappírinn, stráið kóríander og sesamfræum yfir og berið fram.
Sæt chilisósa
1 dós sýrður rjómi
3 msk Thai choice sweet chili sauce
½ lítil agúrka, sneidd í bita
Hrærið saman og kælið þar til sósan er borin fram.
Feta-naan
6 lítil naanbrauð
1 krukka Dala fetaostur með hvítlauk og kóríander
Álpappír
Búið til einskonar mót úr álpappírnum og raðið naanbrauðinu ofan á. Hellið olíunni af fetaostinum og dreifið ostinum yfir naanbrauðið. Leggið álpappír létt ofan á og grillið í 5-10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
Kostnaðurinn er 960 krónur á mann, miðað við 4.
Næringargildi:
* Orka kkal: 670
* Prótín: 46,9 g/ 94% af RDA
* Fita: 38 g/ 57% af RDA
* Kolvetni: 37 g/ 12% RDA
* B12 vítamín: 8,2 míkróg/ 409% af RDA
* Kalk: 537,6 mg/ 67% af RDA
* Magníun: 107,6 mg/ 38% af RDA
* Kalíum: 882 mg/ 28% af RDA
* Járn: 3 mg/ 20% RDATekið af visir.is
BHA
Til baka