Tilkynning frá stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár: "Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár vill koma á framfæri, að samkvæmt 15 gr. laga nr. 61 2006 um lax- og silungsveiði eru veiðar á göngusilungi í sjó bannaðar. Við bendum jafnframt á að tjörn austan Eyjafjarðarbrúar tilheyrir ósasvæði Eyjafjarðarár og er veiði þar óheimil. Við viljum hvetja fólk að virða þessi lög. Veiðimenn í Eyjafjarðará hafa mátt sæta miklum takmörkunum á afla. Árið 2008 bar mönnum að sleppa öllum veiddum bleikjum aftur í ánna og 2009 mega menn hirða eina bleikju á hverri vakt. Það er því sárt að sjá að bleikjur séu veiddar og drepnar á Pollinum og á ósasvæði Eyjafjarðarár þegar stofninn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár og verið er að leita allra leiða til að byggja hann upp aftur.
Umfangsmiklar rannsóknir á lífríki Eyjafjarðarár undir stjórn Bjarna Jónssonar umdæmisstjóra veiðimálastofnunar á Norðurlandi, halda áfram í sumar. Rannsóknin felst m.a. í að merkja umtalsvert magn af bleikju, til að meta far bleikjunnar, mögulegan veiðistofn, veiðiálag, ofl.
Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár"
Pollurinn við Akureyri, algengt er að smábátaeigendur dóli um Pollinn og veiði bleikju. Öll veiði á göngusilung í sjó er ólögleg og nú á að taka því.
Þegar rýnt er í lögin sem stjórn veiðifélagsins vísar til þá má sjá að viðurlög við svona brotum geta verið nokkuð hörð: