Fréttir

23 maí 2009

Fjölskylduhátið SVAK

Fjölskylduhátíð SVAK er í dag kl. 14:00 og 16:00 vestan við Leirutjörnina í Innbænum. Allir eru velkomnir.  Boðið verður uppá veitingar. Kynnt verður meðferð afla – Einar kokkur á RUB23 sýnir réttu handbrögðin. Einhverjir bregða sér á veiðar á tjörninni og á staðnum verða leiðbeinendur um fluguköst og fleira.  Einnig verða að staðnum hnýtarar með græjurnar sínar og fara yfir hvernig veiðimenn nota hnýtingarsettið í veiðitúrnum.
Eitthvað verður af stöngum á staðnum en jafnframt eru allir hvattir til að taka græjurnar sínar með og leyfa börnunum að prófa að veiða í tjörninni eða til að sýna eigin snilldartakta við veiðar.


Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund saman.

Fræðslu- og skemmtinefnd SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.