Fréttir

13 maí 2009

22 pundari úr Þingvallavatni

Á vef Veiðikortsins er að finna frásögn af svakalegum urriða sem veiddist í Þingvallavatni í gær.

Eins og flestir líklega vita þá er Þingvallavatnið eitt af fjölmörgum vötnum sem handhafar veiðikortsins hafa aðgang að í sumar. Fleiri myndir af ferlíkinu má sjá á vef Veiðikortsins. Mönnum hefur annars gengið misjafnlega í Þingvallavatninu hingað til enda bleikjan lítið farin að láta sjá sig enn þá. Heyrðum við til að mynda frá einum netabóndanum að það tæki því varla að leggja netin, hann fengi ekkert nema bolta urriða í netadrusluna. Þeir þykja ekki eins merkilegir til átu á þeim bænum og bleikjan, en hann átti þó von á að úr rættist þegar færi að hlýna. Mikið óskaplegt ævintýri hlýtur það nú samt að vera að setja í þessa fiska á stöng! Frásögnin er annars svohljóðandi:

"Það lá við að vatnsyfirborðið í Þingvallavatni hafa lækkað í gærkvöldi, en Ágúst J. Elíasson landaði gríðarlega tignarlegum 22 urriða í vatnkoti í gær. Fiskurinn var 94cm og þykkur og mikill eins og sjá má á myndunum.

Enn og aftur sannast það að síðasta kastið er oft það mikilvægasta, en Ágúst og Hrafnhildur kona hans ákváðu að veiða til kl. 23.00. Þegar Ágúst er að draga inn og er byrjaður að ganga frá tekur þessi gríðarlega stóri fiskur. Það tók um 20 mínútur að landa þessum fallega fiski. Fiskurinn tók maðk og veiddist í Vatnskoti.

Það var frekar leiðinlegt veiðiveður, en um kl. 20 var hitinn varla meira en 4° og rigning og rok í bland. Margir vor mættir á svæðið til að reyna við urriðann eftir urriðafréttir síðustu daga. Lítið er af bleikju í Vatnskoti sem stendur sökum kulda en vonandi lagast það með hækkandi sól. Mikið hefur hins vegar verið að veiðast af urriða og hefur einn veiðimaður t.d. fengið á einni viku fjóra urriða sem vógu 4,5,6,7 en samtals eru allir þessir fjórir fiskar jafn þungir og fiskurinn sem Ágúst veiddi í gær!"

Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.