Fréttir

16 apr. 2009

Góð veiði í Brunná

Brunná tók vel á móti fyrstu veiðimönnum vorsins þar.  13 bleikjur og 2 birtingar á þremur tímum er ekki amalegt.   Einn af aðdáendum Brunnár sendi okkur pistil og myndir frá fyrstu veiðiferð vorsins.
Þess má geta að eitthvað er til að lausum dögum í Brunná á næstunni. 

”Þar sem við fjölskyldan vorum á skíðum á Akureyri helgina fyrir Páska, urðum við að nýta okkur tækifærið og skreppa stutta ferð í Öxarfjörðin og opna veiðina í Brunná.

Veðrið lék við okkur þennan stutta tíma sem við stoppuðum við, logn og léttskýjað. Mikill snjór var á svæðinu og verða án efa miklar leysingar þegar líður tekur á vorið.

Þar sem ætlum ekki að eyða löngum tíma við veiðar, fannst okkur vænlegast að veiða í vatnamótum Brunnár og Sandár. Það sem kom mér verulega á óvart, var hversu Sandáin var tær og vatnslítil og ótrúlega veiðileg.

Daníel Oddsson 11ára og Katrín Sóley Oddsdóttir 9ára voru mér til halds og traust, og eru bæði framtíðar veiðimenn.

Í stuttu máli veiddum við 13 bleikjur og 2 sjóbirtinga, hann Daniel veiddi óstuddur sinn fyrsta flugufisk (sjá viðhangandi mynd), sem var 8punda sjóbirtingur (sá stærsti í ferðinni), bjartur og fallegur fiskur. Hið merkilega var að fiskurinn tók aðeins 4m frá bakka og var viðureignin var mjög hörð og á tímum tvísýnt hver hafði betur, en að lokum var það hinn ungi veiðimaður sem kláraði dæmið afar stoltur. Annars var bleikjan ca 2-4pund og mjög vel haldnar og fallegar.

Allir fiskarnir voru teknir á alls óþekkta flugu sem heitir ”Flæðamúsin” hehe !

Meiriháttar ”stuttur” veiðitúr hjá okkur í þetta sinn, en mikil tilhlökkun að veiða aftur í Brunná í sumar. ”

Með kveðju
Oddur Ingason

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
11.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
11.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
11.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
11.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
11.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
11.8.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2