Fréttir

25 feb. 2009

Aðalfundur SVAK

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 03. mars 2009 í Framsóknarhúsinu við Hólabraut kl. 20:30

Fundarefni:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins og leggur þá fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, kaffi og kökur
6. Lagabreytingar
7. Kosningar:
a. Tveggja stjórnarmanna
b. Tveggja varastjórnarmanna
c. Formanns félagsins
d. Skoðunarmanna reikninga
8. Önnur mál
Til stjórnarsetu hafa boðið hafa sig fram:
Erlendur Steinar til formanns
Hinrik Þórðarson og Steinar Rafn Beck til stjórnarsetu
Sigurpáll Guðmundsson, Halldór Ingvason til varamanna í stjórn

Tillögur stórnar að lagabreytingum á aðalfundi SVAK þann 3. mars 2009

Breyting á 3. gr. Félagsaðild

4. liður bætist við á undan “Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og skilað inn til stjórnar félagsins.”:
Verði félagsmaður uppvís að brotum á lögum um lax- og silungsveiði eða veiðireglur á veiðisvæði félagsins getur stjórn svipt hann rétti til veiða á svæðum félagsins í 1 ár. Við ítrekuð brot getur stjórn vísað viðkomandi úr félaginu.

Breyting á 4. gr. Gjöld

1. málsgrein er:
Árgjald félagsmanna er ákveðið á aðalfundi. Gjalddagi þess er 1. mars og greiðist þá gjald fyrir það starfsár sem í hönd fer. Auk árgjalds skal hver nýr félagsmaður greiða inntökugjald. Upphæð þess er ákveðin á aðalfundi.

1. málsgrein verður:
Árgjald fyrir komandi ár skal á hverjum tíma ákveðið á aðalfundi. Gjalddagi þess er 1. desember og greiðist þá gjald fyrir það starfsár sem í hönd fer. Eindagi árgjalds er 2 mánuðum síðar. Auk árgjalds skal hver nýr félagsmaður greiða inntökugjald. Upphæð þess er ákveðin á aðalfundi.

Greinargerð:
Hingað til hefur ákvörðun árgjalds verið ákveðin fyrir yfirstandandi ár þrátt fyrir að 1. málsgrein 4. gr. kveði á um að “Gjalddagi þess er 1. mars og greiðist þá gjald fyrir það starfsár sem í hönd fer “ . Með þessari lagabreytingu er verið að árétta að árgjald er ákveðið á aðalfundi fyrir næsta starfsár. Með því að færa gjalddaga nær næsta starfsári verður betur komið í veg fyrir að félagsmenn fái úthlutað veiðileyfi án þess að vera búnir að greiða árgjald fyrir það ár sem þeir fá úthlutun.

Breyting á 6. grein. Stjórn og stjórnarkosning

1. málsgrein er:
Stjórn félagsins skipa fjórir menn auk formanns. Hver stjórnarmaður fer með eitt atkvæði á fundum.

1. málsgrein verður:
Stjórn félagsins skipa fjórir menn auk formanns og tveir til vara. Hver stjórnarmaður fer með eitt atkvæði á fundum.

3. málsgrein er:
Formaður skal kosinn til eins árs en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári sé kosið um tvo meðstjórnendur. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.

3. málsgrein verður:
Formaður skal kosinn til eins árs en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári sé kosið um tvo meðstjórnendur og einn varamann. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.

Breyting á 7. gr. Aðalfundur
4. málsgrein er:
Aðalfund skal halda fyrir 31. janúar ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins með a.m.k. sjö daga fyrirvara, bréflega eða með auglýsingu í dagblaði, eða með tryggum rafrænum hætti.
Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað.

4. málsgrein verður:
Aðalfund skal halda fyrir 1. maí ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins með a.m.k. sjö daga fyrirvara, bréflega eða með auglýsingu í dagblaði, eða með tryggum rafrænum hætti. Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað.

Greinargerð:
Að öllu jöfnu er mest að gera hjá stjórn yfir mánuðina september – apríl við öflun veiðileyfa, úthlutun o.s.frv. Stjórnarskipti í janúar slíta vetrarstarfið í sundur og eru óhentug fyrir samfellu í starfi stjórnar.

8. gr. Verkefni stjórnar


3. málsgrein bætist við
Stjórn félagsins setur reglur um fyrirkomulag veiða á veiðisvæðum félagsins. Jafnan skulu þær reglur vera á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.