Fréttir

13 feb. 2009

SVAK, Engilbert og Fréttablaðið

Skyndilegt messufall hjá Engilbert Jensen á hnýtingarkvöld SVAK í vikunni er umfjöllunarefni í dálknum "Fólk í fréttum" í Fréttablaðinu í dag.

Þar er sagt að Engilbert hafi ætlað að halda fluguhnýtinganámskeið og að fluguhnýtingarmenn séu nurlarar og hafi þeim reynst kostnaðurinn við sérfræðinginn að sunnan óyfirstíganlegur hjalli.
Ekki getum við staðfest að þetta sé allt sannleikanum samkvæmt.  Ekki var um hnýtingarnámskeið að ræða, Engilbert var hinsvegar boðið að vera gestur á hnýtingarkvöldi.  Að fluguhnýtingarmenn séu nurlarar er all langsótt fullyrðing því fluguhnýtingar eru nokkuð dýrt sport.  Fullorðins fluguhnýtingarpakki kostar 100-300 þúsund, enda snúast þær ekki um sparnað heldur sköpun, ástríðu og list.  Hvað kostnað og samninga varðar, þá segjum við aðeins að væntingar samningsaðila þessa máls hafi verið ólíkar og því náðist ekki samkomulag.

Við getum hinsvegar staðfest að SVAK greiðir engum aðila, fyrir 2ja tíma nærveru,  50.000 krónur, uppihald, gistingu og ferðir....ekki nokkrum manni.
Slíkar tölur voru uppá borðinu á tímum útrásarvíkinganna og greiddar með yfirdráttarreikningi þjóðarinnar.  SVAK tekur ekki þátt í slíku.


-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.