Fréttir

10 feb. 2009

Breyting á dagskrá

Því miður forfallaðist Engilbert svo að við þurfum að gera breytingar á dagskrá kvöldsins.    Við erum svo heppin að eiga frábæra fluguhnýtara í félaginu sem ætla að fræða okkur um leyndardóma fluguhnýtinga.  Sýna okkur efni, áhöld og hvernig á að hnýta t.d þurrflugur.  Staður og stund óbreytt. Framsóknarhúsið á Akureyri kl 20:30

Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni og alltaf jafn spennandi að sjá hvað verður með kaffinu. Veiðikortið verður til sölu á staðnum (fín dorgveiði í Kringluvatni núna) Úthlutunarnefndin verður á staðnum og gerir grein fyrir sínum störfum ef þarf.   Allir veiðiáhugamenn velkomnir.  

Fræðslu og skemmtinefnd

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.