Fréttir

11 jan. 2009

Frítt í lax!

Laxveiðitímabilið hefst á morgun í skosku ánni  Helmsdale og er frítt  þrjá fyrstu daganna.   Hægt er að nálgast flugmiða hjá SVAKair.com. 

Eins og flestir vita byrjar laxveiðin miklu fyrr í Skotlandi en víðast hvar í nágrenninu.  Auðvitað eru ekki alltaf góð skilyrði en þó gæti ég alveg hugsað mér að norpa í kuldanum í janúar og kasta fyrir lax. 

Í Helmsdale virðist það vera hefð að bjóða mönnum í laxveiði þrjá fyrstu daganna.  Þetta er skemmtileg uppákoma hjá Skotunum, þarna hittast allir velunnarar árinnar og líka þeir sem aldrei tíma að kaupa veiðileyfi.  Menn ferðast langt að til að hitta gamla vini og kíkja á ánna og undirbúa sumarið.  Þarna er ekki sjálf veiðin sem er aðdráttaraflið heldur það að hitta gömlu veiðfélaganna og heilsa uppá ánna. 

Þetta væri skemmtilegt innlegg inní kreppuna á Íslandi ef veiðifélög hér biðu veiðimönnum í laxveiði fysta daginn.  Fjandi væri gaman að renna austur að Laxá í Aðaldal og hitta félaga og kannski kasta nokkur köst.  Boðið uppá léttar veitingar og allir fengu að skoða ánna og kasta á fornfrægum veiðistöðum.  Árnefndar og leiðsögumenn væru á staðnum og segðu okkur sögur frá fyrra sumri og hvernig ætti veiða tiltekna veiðistaði. 

ÞB 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.