Fréttir

10 jan. 2009

Fyrsta árkynningin verður á þriðjudagskvöld.

Kynning verður á Hofsá á þriðjudagskvöld og hvetjum við alla SVAKARA að mæta.
Dagskráin verður auglýst síðar en árnefnd er að hnýta saman síðustu punkta fyir kvöldið.

Við feðgar ætlum  að vera duglegir að veiða í Hofsá í sumar, efri svæðin eru hreinn ævintýraheimur og gerðu ýmsir góða veiði þar uppfrá þótt undirritaður sé ekki í þeim hópi.  En það eru uppi mikil plön um að koma því í lag.

Myndin sem sem fylgir tilkynningunni er af Gunnari syni mínum með 4 punda urriða sem hann veiddi í Hólkotsflóa í Laxá þá aðeins 9 ára gamall.   Þetta hefur alltaf verið ein af uppáhalds veiðimyndunum mínum, gleði stráksins er svo ósvikin yfir veiðinni.   Er hann nú átta árum seinna orðin flinkur fluguveiðimaður.  Enda hlakkar hann til að kafveiða karlinn í sumar í Hofsá. 

Við erum bjartsýnir á sumarið þrátt fyrir allt, enda veiðimenn óendanlega bjartsýnir að eðlisfari.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.