Fréttir

08 jan. 2009

SVFR í Deiglunni.

Í samvinnu við Stangaveiðifélag Akureyrar og Stangaveiðifélagið Flúðir verður SVFR með kynningarkvöld á Akureyri næstkomandi föstudagskvöld, 9. janúar. Um er að ræða opið hús fyrir stangaveiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu og er meiningin að kynna veiðileyfaframboð SVFR á veiðisvæðum nyrðra.

Kvöldið hefst klukkan 20.00 í Deiglunni.

Þarna er á ferðinni tilvalið tækifæri fyrir félagsmenn í SVFR fyrir norðan til þess að heyra í forsvarsmönnum félagsins auk þess sem að allir stangaveiðimenn eru velkomnir til að kynna sér starfsemi SVFR og taka þátt í umræðum.

Áhersla verður lögð á að kynna Laxá í Aðaldal, Nessvæðið og frábær silungssvæði neðan virkjunar, Hraun, Staðartorfu og Presthvamm. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu nýjum svæðum félagsins, Laxá í Laxárdal og Laxá í Mývatnssveit.

Sem fyrr segir eru allir velkomnir.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.