Fréttir

04 jan. 2009

Vilja veiða hafbeitarlax að vetrarlagi

Ritstjórn veiðivefsins votnogveidi.is telur að leyfa eigi vetrarveiði í þeim ám sem byggja á hafbeitarlaxi.
„Í stuttu máli þá eru þarna í Rangárþingi ár sem eru smekkfullar af laxi sem er ekkert í þessum venjulega fasa að hrygna til að halda uppi stofni af eigin rammleik. Ef til eru veiðimenn sem vilja eyða góðviðrisdögum á vetri til að bleyta færi hvers vegna ætti ekki að leyfa slíkt einmitt á þessum slóðum?" segir á votnogveidi.is í tilefni frétta Fréttablaðsins af veiði á þremur löxum í Ytri-Rangá á nýársdag.

Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ólöglegt er að veiða lax í hafbeitarám eftir 31. október. Á votnogveidi.is segir að hafa ætti mun rýmri veiðitíma í hafbeitarám á borð við Rangárnar:

„Náttúruleg hrygning í ánum er lítil og skiptir í besta falli engu máli fyrir laxagöngur árinnar. Þær eru framleiddar af mannshöndinni. Maður sér fyrir sér laxa í Rangánum berja sporðunum í sandbotninn og svo fljóta hrognin áleiðis til hafs. Þetta á ekkert skylt við eðlilegt og náttúrulegt lífríki.

Rangárnar eru tilbúnar laxveiðiár sem dekka stóran markhóp veiðimanna. Sem slíkar eru þær frábær viðbót í flóruna hér á landi. En hvers vegna ættu menn þá að vera með einhverja viðkvæmni gagnvart löxum þeirra?"

Tekið af visir.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.