Fréttir

02 jan. 2009

Fengu þrjá laxa á nýársdag

Tveir félagar hrósuðu happi í gær þegar þeir fengu þrjá laxa í Eystri-Rangá.

„Ég er eiginlega viss um að það hafa ekki verið veiddir laxar fyrr á árinu," segir Kristján Þ. Davíðsson annar veiðimannanna og framkvæmdastjóri í gamla Glitni.

Hefðbundnum veiðitíma í ánni lauk í október, en eftir að félagi Kristjáns hitti mann sem hafði fengið fisk á aðfangadag í Eystri-Rangá ákváðu þeir að freista gæfunnar.

„Við höfðum samband við veiðivörðinn og hann benti okkur á staðinn sem við fórum á," segir Kristján. Ekki var hægt að kvarta undan veðrinu því veitt var í tveggja stiga hita.

„Við vorum þarna milli tvö og fjögur og birtan var eins og klukkan tíu að kvöldi á sumrin," segir Kristján, sem hugsar sér gott til glóðarinnar, þegar glænýr fiskurinn verður matreiddur í kvöld. Veiði í hafbeitarám á þessum árstíma er ekki bönnuð.

 

Tekið af mbl.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
11.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
11.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
11.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
12.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
11.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
11.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
11.8.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2