Fréttir

23 nóv. 2008

Mér verður bumbult!

Á föstudaginn birtust í Flugufréttum harðorð viðbrögð formanns SVAK við ályktun Landsamband veiðifélaga.  Fréttin úr Flugufréttum er svohljóðandi:
"Stjórn Landssambands veiðifélaga sendi í gær frá sér ályktun um að menn ættu ekki að gera laxveiðiferðir í viðskiptaerindum tortryggilegar og koma óorði á fyrirtæki sem bjóða viðskiptavinum sínum til laxveiða.

Erlendur Steinar Friðriksson, formaður SVAK, segir að sér hafi orðið bumbult við lestur tilkynningarinnar.

„Hverjir voru það sem fóru í þessar ferðir? Það voru bankarnir. Og hvað voru þeir að gera þarna? Semja hverjir við aðra um einhverja vitleysu sem síðan setti þjóðina á hausinn. Ég er rasandi yfir þessari ályktun eigenda íslensku ánna. Ég held að það væri nær að banna í veiðiferðir í viðskipta-erindum þar sem menn sólunda fjármunum með afleiðingum sem öll íslenska þjóðin þekkir núna, því miður. Það voru þessar veiðiferðir manna, sem oft og tíðum höfðu engan áhuga á veiði, sem gerðu laxveiðina tortryggilega Auðvitað er ég að taka stórt upp í mig en þessi ályktun er algjörlega út í hött og mér varð bara bumbult við lesturinn!“ segir Erlendur Steinar."

-ritstjóri-

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.