Fréttir

20 nóv. 2008

Vara við að reynt sé að gera laxveiðiferðir tortryggilegar

Stjórn Landssambands veiðifélaga varar við að reynt sé að gera laxveiðiferðir í viðskiptaerindum tortryggilegar og koma jafnframt óorði á fyrirtæki sem bjóða viðskiptavinum sínum til laxveiða.

Stjórnin vekur athygli á því að nýting veiða í ám og vötnum er mikilvæg atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu miklum verðmætum.

,,Stjórnin varar við þeim málflutningi, sem stundum er hafður í frammi, þar sem reynt er að koma óorði á þau fyrirtæki sem kaupa laxveiði fyrir viðskiptavini sína. Hún minnir jafnframt á að brýnt er að viðhalda viðskiptasamböndum milli Íslendinga og erlendra viðskiptaaðila og stofna til nýrra. Sú einstæða upplifun, sem veiðimenn eiga á bökkum fallegrar veiðiár í íslenskri náttúru, er ótvírætt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum."

Landssamband veiðifélaga telur fráleitt að gera laxveiðiferðir tortryggilegar í þessu sambandi frekar en aðra ferðaþjónustu sem stendur til boða á Íslandi og varar við umræðu af því tagi.

Tekið af visir.is

 

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
10.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
10.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
10.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2