Fréttir

01 sep. 2008

Smávaxnir laxar á NA-landi

Frá því var sagt í frétt Veiðimálastofnunar 13. ág. sl. að óvenju smávaxnir laxar hefðu veiðst í ám á NA-landi. Þeir vega ekki nema 800-1200 g, nú eru komnar niðurstöður úr rannsóknum af hreistri laxanna. 

Nú hefur hreistur af nokkrum þeirra verið skoðað m.t.t. vaxtar í hafi og stærð gönguseiða. Með því að reikna vaxtarferil laxanna til baka út frá vaxtarmynstri í hreisturflögum þeirra má fá út stærð við útgöngu seiðanna, vöxt í hafi frá útgöngu til næsta vetrar og síðan frá vetri fram á vor þar til laxinn gekk í ána að nýju sem kynþroska lax. Þessar mælingar voru bornar saman við sömu þætti í hreistri smálaxa úr Hofsá og Vesturdalsá í Vopnafirði sem veiddust sumarið 2007.

Niðurstaðan varð að gönguseiðastærð var mjög sambærileg, vöxtur frá útgöngu að vetrarmarki var 8,6 cm minni í smáu löxunum á meðan vorvöxtur frá vetrarmarki til göngu í ána var sambærilegur. Við þetta er svo að bæta að einn “örlax” veiddist í Vesturdalsá sem hafði verið merktur í ánni árinu áður hinn 21. júní. Það er fyrr en meðalgöngutími seiða í Vesturdalsá þannig að það mælir gegn getgátum um að seiðin hafi gengið seint niður og því hafi laxinn misst úr vöxt í hafi þess vegna. Líklegasta skýringin er því sú að laxinn hafi lent í slæmum fæðuskilyrðum í hafi og/eða lent inn í köldum Austur-Íslandstraumnum. Á sínum tíma skiluðu merktir laxar sér bæði frá sjávarveiðum norður af Færeyjum og við Vestur-Grænland. Enn er óljóst með beitarslóðir laxa í hafinu en þetta sumar bendir til þess að smálaxar frá Norðausturlandi séu á öðrum slóðum en smálaxar frá Vesturlandi og jafnvel Norðvesturlandi.

Tekið af vef veiðimálastofnunar.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1