Fréttir

20 ágú. 2008

Veiðiferð í Brunná

Fórum tveir veiðifélagar í Brunná 17-18.ágúst. Vorum mættir á bakkann um 17:00 og byrjuðum að veiða svæðið við Lindarfoss
Aðstæðurnar voru ekki sem bestar því það var sunnan rok og glampandi sól, ekki bestu aðstæður til að kasta flugu með nettum 3stum. Það kom þó ekki að sök og við settum strax í tvo fiska í Lindarfossi og sáum rosalega hlussu í hylnum fyrir neðan hann sem let ekki glepjast. Veiddum þetta svæði til 20:30 en færðum okkur þá upp í gil á svæðið í kring um Hundakofahyl og þar lentum við í fínni veiði. Lönduðum 7 bleikjum og misstum nokkrar þar á meðal ein risa stóra. Meira gerðist ekki í gilinu og við sáum ekki meiri fisk þannig að við ákváðum að taka síðasta hálftímann í ármótunum og reyna við sjóbirting. Náðum nokkrum köstum þar og ekkert gerðist en svo allt í einu þegar annar okkar er að ganga í land og taka línuna inn þá tekur 1.5-2p birtingur. Kvöldvaktin endaði í 10 fiskum og við heldum upp í veiðihús og ræddum plön fyrir næsta dag og spjölluðum við þann sem var með þriðju stöngina, hann hafði fengið eina bleikju á efri svæðunum.
Morgunvaktin 18.ágúst tók á móti okkur með glampandi sól, hægum sunnan andvara og miklum hita. Við svona aðstæður var ekki að spyrja að niðurstöðunni, við náðum einni bleikju en það var allt pakkað af bleikju í hyljunum frá Litlumýrarhyl neðri og upp í gil. Litlumýrarhylur geymdi í það minnsta 20 vænar bleikjur og staðirnir upp í gili voru hver með svona 8-10 fiska sem lágu bara sem fastast og tóku ekki neitt sama hvað var reynt. Gaman hefði verið að eiga kvöldvaktina því hún hefði örugglega gefið vel eftir svo heitan dag.
Mjög skemmtileg ferð, flottar aðstæður og mikið af fiski í ánni.

SRB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1