Fréttir

06 ágú. 2008

Fnjóská á fínu róli

Um 250 laxar hafa verið skráðir til bókar í Fnjóská í sumar. Er það nokkru betra en undanfarin ár þegar að veiði á þessum tímapunkti hefur verið þetta 130-140 laxar.

Samkvæmt heimamönnum er fínn gangur þessa dagana en Fnjóská þolir ágætlega langvarandi hita enda vatnshiti ekki hár alla jafna. Fréttir bárust af tuttugu punda laxi um helgina. Samkvæmt heimasíðu Flúða er enn hátt hlutfall veiðinnar stórlax.

Framundan er prýðisgóður tími í ánni, en ágústmánuður hefur jafnan verið mjög drjúgur. Nokkuð er af stórri bleikju í afla veiðimanna.Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru öll veiðileyfi í Fnjóská uppseld ef frá er talin ein stöng í hollinu 27-29. ágúst. Hana má finna á vefsölunni hjá okkur.Mynd; Frá Kolbeinspolli í Fnjóská. Ljósm. H.E.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1