Fréttir

17 júl. 2008

Laxá í Aðaldal: Kóngurinn í stórlöxum

Bubbi Morthens var að koma af Nesveiðunum í Laxá í Aðaldal, en þar hefur hann dvalið í anda, vakinn og sofinn, síðan að hann missti þar risalax í fyrrasumar, lax sem minnti á þá fiska sem voru algengir í ánni fyrrum, en eru ekki nú. Hann setti kannski ekki í annan slíkan að þessu sinni, en kom samt heim í Kjósina uppveðraður, enda eru boltalaxar þar í hverjum hyl þessa daganna.

“Jú, ég var að koma úr Laxá í Aðadal, Nessvæðinu, alveg kyngimagnað. Veiddi tæpa tvo daga, setti í 4 laxa, samanlagt 60 pund skrifa og seigi,” sagði Bubbi. Á efri myndinni eru feðgarnir Brynjar Úlfur og Bubbi með 15 punda hrygnu af Núpafossbreiðu á Blá og Svört númer 12. Á hinni myndinni er Bubbi síðan með annan sýnu vænni, eða rúmlega 20 punda hæng af Kirkjuhólmabroti sem tók sömu flugu. "Þetta var mikið ævintýri í hífandi roki, en laxinn var vigtaður í vitna viðurvist, en meðal vitna voru m.a. leiðsögumenn og Rafn Hafnfjörð," bætti Bubbi við.

Eins og við greindum frá, hafa fjórir laxar 20plús veiðst á þessum slóðum síðustu daga og hafa þeir minnt á kafbáta, tröllin sem eru á sveimi m.a. í Vitaðsgjafa, Presthyl og víðar.

Mynd 1: Feðgarnir Brynjar Úlfur og Bubbi með 15 punda hrygnu af Núpafossbrún.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 4b fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
4.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
4.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1