Fréttir

16 júl. 2008

Ólafsfjarðará merkt

Sunnudaginn 13 júlí fóru árnefndamenn SVAK og Flugunnar til Ólafsfjarðar í þeim tilgangi að merkja veiðistaði og veiðimörk í Fjarðará og athuga hvort bleikjan væri komin í ánna

Það reyndist vera talsvert af bleikju komin því veiðimenn sem voru að veiða á bændadögum voru að fá fína veiði . Einn veiðimaður sem nefndamenn hittu við Kálfsárhyl náði 6 vænum bleikjum á krókinn og tók það ekki nema 30 mínútur að landa þeim en þess má geta að kvótinn er 12 fiskar á dag á stöng. Það lítur því út fyrir að bleikjan sé farin að ganga og það óvenju snemma þetta árið . Veiðimenn geta því horft fullir eftirvæntingar til komandi veiðitímabils í ólafsfirðinum.

Þess má geta að enn er töluvert laust af leyfum í ánna í sumar og haust og geta menn nálgast þau á SVAK .is Hér að neðan eru svo nokkrar myndir frá ferðinni og eins og sést þá skiptust á skin og skúrir þennan dag og regnboginn og bleikjan skörtuðu sínu fegursta.

Fh árnefndar SVAK SG.

 

 

 

 

 

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1