Fréttir

10 júl. 2008

Yfir 200 laxar á þremur dögum

Holl sem lauk veiðum á aðalsvæði Norðurár í hádeginu fékk 194 laxa! Ef þeir laxar sem veiddust á "Fjallinu" eru taldir með þá fór áin yfir 200 laxa veiði á þremur sólarhringum.

Verður það að teljast með hreinum ólíkindum þar sem Norðurá er gersamlega í grjóti þessa dagana, en svo virðist sem að áin nái að kólna umtalsvert yfir nóttina í norðanáttinni sem verið hefur viðvarandi og hefja menn því veiðar í ásættanlegu vatnshitastigi á morgnana. Ekki hefur komið dropi úr lofti svo vikum skiptir í Norðurárdal en laxamagnið er líkt og best lætur.Að sögn Grétars veiðivarðar eru menn gáttaðir á veiðinni undanfarið því það er óvenjulegt að standa við veiðar í 25 gráðu hita og sól dag eftir dag, og í bullandi fiski. Smáflugur og örtúbur eru málið þessa stundina sem gerir það að verkum að veiðimenn missa æði mikið af fiski í ofanálag. Má segja að svæðið frá Glanna og niður í Munaðarnes sé hreinlega sem samfelld pulsa af laxi. Nú síðast komu Þrengslin inn í veiðina af fullum krafti sem þýðir að neðanverð áin er orðin þétt setin. Enn er "dalurinn" í rólegri kantinum en þó fara einhverjir tugir teljarann í Glanna á hverri nóttu, auk þess sem að eitthvað nær að fara fossinn.Samkvæmt Veðurstofunni er von á langþráðri rigningu á vestanverðu landinu næstkomandi sunnudag, og heitum við hér með á veðurguðina að láta þá spá rætast.Mynd: Frá Norðurá. Líkt og sjá má á skýjabólstrunum er þessi mynd ekki tekin í sumar

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
10.8.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
10.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
11.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
10.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 4 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2