Fréttir

19 maí 2008

Paradís á jörðu

Félagi í SVAK var að ljúka veiðum í Vatnsdalsá og lét vel af, hóf hann veiðar síðasta föstudag og lauk þeim í dag. Aðstæður voru ekki góðar til að byrja með en áin var vatnsmikil og köld, mældist hún 3 gráður og ekki mikið líf á fluguna en eitthvað kropp var hjá félögum hans sem veiddu á maðk.  En seinnipart laugardags skánaði veðrið og áin hlýnaði smám saman, mældist hún 6 gráður á sunnudag og þá gerðust ævintýrin. Setti hann í 11 gullfallega urriða á seinni vaktinni í gær og var sá stærsti 60 sm.

Tók hann þessa fiska frá Helgvatnsbreiðu niður að Bríkarhyl, voru þeir dreifðir um svæðið og fengust flestir á Dentist nr 8. Aðrir veiddu einnig vel, var töluvert um sjóbirting frá Brúarhyl og niður að Steinsmiðum. Nokkrir góðir urriðar komu úr Eyrarhyl og svæðinu þar í kring, leituðu þeir nokkuð að bleikju í Húnavatni en veiddu lítið. Var uppistaðan í aflanum þessa daga fallegur staðbundin urriði og voru þeir félagar í skýjunum með túrin, veðrið gott, áin í ágætu standi, hlýnaði vel er leið á túrin og ekki alltof vatnsmikil.
Þessir vortúrar eru alltaf svolítið happdrætti, en þeir sögðust hafa dottið í lukkupottin, enda væri Vatnsdalurinn paradís á jörðu þegar hann er í sólskinsskapi.

ÞB

Þess má geta að svak er með til sölu nokkra daga í Vatnsdalnsá, sjá umföllun um svæðið hér og yfirlit yfir lausa daga hér.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.