Fréttir

08 mar. 2008

Fluguveiðiskóli SVAK

Nýlega er lokið fjögurra daga kastnámskeiðum sem haldin voru í Íþróttahöllinni á Akureyri og gáfust einstaklega vel.
Næsta skref er að bjóða áhugasömum uppá áframhaldandi nám í listinni að veiða með flugu og núna við árbakkann.

Í fyrstu atrennu mun Fluguveiðiskóli SVAK bjóða uppá 3 daga námskeið í byrjun Júní og verður skólinn staðsettur í glæsilegu veiðihúsi við Reykjadalsá í Suður - Þing. Vatnasvæðið sem skólinn hefur til umráða fyrir nemendur sína er Reykjadalsá og Vestmannsvatn. Það má til gamans geta þess að Reykjadalsá var á síðasta ári ein gjöfulasta urriðaá landsins.

Dagskrá Fluguveiðiskólans verður meðal annars kastkennsla þar sem skoðuð verða þekktustu kastafbrigði svo sem veltiköst, speyköst ofl.
Farið er með þátttakendur í gegnum val á flugum og hvernig best er að koma flugum fyrir fiskinn við mismunandi aðstæður (presentation).
Fyrirlestrar um sögu fluguveiða og fluguhnýtinga ásamt myndasýningum.
Skoðuð verður sérstaklega flóra skordýra í tengslum við val á flugum.

Leiðbeinendur og fyrirlesarar í skólanum verða þekktir fluguveiðimenn,fluguhnýtarar og náttúruspekingar.


Pálmi Gunnarsson
Skólastjóri fluguveiðiskólans


Þórarinn Blöndal
Kennari

Ingvar Karl
KennariDagskrá


Dagur 1 (1. júní)

14:00 Komið í hús. Þátttakendur skólans boðnir velkomnir.
15:00 Eftir að þátttakendur hafa komið sér fyrir er sett saman og skráð í hópa.
16:00 Nemendur og leiðbeinendur skipta liði og halda niður að Vestmannsvatni og Reykjadalsá.
19.00 Kvöldverður:
20:30 Fyrirlestur um fluguköst og kasttækni. (presentation) myndasýning
21:30 Frjáls tími/ út að veiða

Dagur 2 (2. júní)
8:00 Morgunverður
9:00 Veitt með leiðbeinendum í Reykjadalsá
13:00 Hádegishlé
16:00 Veitt með leiðbeinendum í Reykjadalsá
19:30 Kvöldverður
20:30 Fyrirlestur um þurrfluguveiðar og köst (presentation).
21:30 Kvikmynd
22:00 Frjáls tími til veiða í Vestmannsvatni og Reykjadalsá

Dagur 3 (3. júní)
8:00 Morgunverður
9:00 Kastkennsla í Reykjadalsá og Vestmannsvatni.
12:00 Hádegishlé
13:30 Veitt í Reykjadalsá og Vestmannsvatni með leiðbeinendum.
19:00 Kvöldverður
20:30 Kvöldvaka með góðum gestum.
22:00 Frjáls tími til veiða í Vestmannsvatni og Reykjadalsá

Dagur 4 (4. júní)
8:00 Morgunverður
9:00 Þátttakendur veiða í Reykjadalsá og Vestmannsvatni með
leiðbeinendum
12:00 Hádegisverður
13:30 Kveðjustund.

Námskeiðsgjald 45.000 kr
Innifalið: Gisting í uppbúnum rúmum og fullt fæði í 3 daga, kastkennsla, fyrirlestrar, veiðileyfi ásamt leiðbeinanda í Reykjadalsá, Vestmannsvatni.

Upplýsingar og pantanir hjá palmi@svak.is

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1