Fréttir

11 feb. 2008

Flugunámskeið - framhald

Flugunámskeið númer 2 (framhaldssnámskeið) hófst í Íþróttahöllinni
laugardaginn 10. febrúar. Um 15 manns tóku þátt og flestir þeirra voru
þátttakendur á byrjendanámskeiðinu sem lauk fyrir skömmu. Það er mál manna
að hópurinn hafi tekið miklum framförum. Reynsluboltarnir Pálmi Gunnarsson
og Jón Bragi sáu um kennsluna með glæsibrag eins og við var að búast.

Farið var í hluti eins og ,,double haul" (tvítog), veltiköstin voru rifjuð upp og
æfð frekar og grundvallaratriði tvíhendunnar voru rædd og sýnd. Fleira var
tekið fyrir eins og línu- og stangaval, línubeiting og þess háttar. Pálmi
kom með nokkrar stangir frá sænska fyrirtækinu BromanoDell sem RB-veiðibúð
verslar með í Skútuvogi 4. Verslunin gaf SVAK stangir og býður auk þess
vörur sínar með afslætti. SVAK hefur líka fengið að láni stangir, hjól
og línur frá Leirunesti og Ellingsen fyrir námskeiðin og afslátt
veiðivörum. Það er ánægjulegt að fylgjast með hversu vel hefur tekist til með kastnámskeiðin.
Næsta laugardag verður farið í ,,trix" og tækni við að fá fiskinn til að
gína við flugunni en að sjálfsögðu verður fleira kennt.
Róbert.

-RFS-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
9.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
8.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
8.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
8.8.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1